Lilja um Trump: „Við skulum sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 14:55 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20
Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50