Jón Magnússon: GLÆSILEGT og til hamingju USA Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 13:32 Jón Magnússon: Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin. Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56