Kyrie Irving var stigahæstur Cleveland með 29 stig en Kevin Love skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. LeBron James skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar en það dugði ekki til.
Cleveland vann fyrstu sex leikina en er nú 6-1 eftir tapið í nótt. Atlanta byrjar vel en liðið er búið að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Dennis Schroder var stigahæstur gestanna með 28 stig.
Bakvarðatvíeyki Portland Trail Blazers fór á kostum í nótt en þeir Damian Lillard og C.J. McCollum skoruðu samtals 71 stig í 124-121 sigri á heimavelli gegn Phoenix Suns.
Damian Lillard skoraði 38 stig en hann hitti úr 12 af 23 skotum sínum og ellefu af tólf af vítalínunni. McCollum skoraði 33 stig auk þess sem hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Portland er 5-3 eftir átta leiki.
Úrslit næturinnar:
Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 106-110
Brooklyn Nets - Minnesota Timberwolves 119-110
Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 108-107
Portland Trail Blazers - Phoenix Suns 124-121
LA Lakers - Dallas Mavericks 97-109
Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 102-94