Sjáðu hlægilega misheppnaða Rabóna-spyrnu í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 22:45 Chris Boswell reynir umrædda spyrnu sem misheppnaðist hörmulega. Vísir/Getty Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016 NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira