Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur Guðmundsson lenti upp á kant við Wilbek sem hætti og nú er Guðmundur að hætta líka. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen. Handbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen.
Handbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn