Hús verður byggt á Haítí eftir lykilfellu á lokasekúndunum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Cliff Avril fellir Tyrod Taylor. vísir/getty Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira