Ari sagði nafnið sitt við mikinn fögnuð | Skúlason-manía í Parma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 22:15 Einhver gæti sagt að Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska fótboltalandsliðsins, sé mættur á heimavöll sinn í Parma þrátt fyrir að hafa aldrei spilað með liði á Ítalíu. Íslenska liðið undirbýr sig fyrir leik á móti Króötum um næstu helgi og fékk að gera það í Parma á Ítalíu þar sem liðið er á vegum Errea sem framleiðir búninga liðsins. Þar munu strákarnir okkar eyða tímanum fram að leiknum í Zagreb. Það var frægt í sumar þegar íbúar smábæjarins Pieve di Cento á Ítalíu tóku miklu ástfóstri við íslenska bakvörðinn þegar öll Evrópa dáðist af afrekum íslenska fótboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Þau elskuðu ekki fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, Birki Bjarnason, Gylfa Þór Sigurðsson, markvörðinn Hannes Þór Halldórsson eða miðverðina Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson. Nei, Ari Freyr Skúlason er stjarna íslenska liðsins í þeirra augum. Íbúar Pieve di Cento gengu svo langt að halda Skúlason-hátíð eins og sjá má í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan. Fulltrúar bæjarins eru að sjálfsögðu mættir til Parma sem er í um eins og hálfs tíma fjarlægð frá Pieve di Cento. Næst á dagskrá er að gera Ara Frey að heiðursborgara Pieve di Cento. Bæjarbúarnir sem voru komnir til Parma hópuðust í kringum Ara Frey og settu myndbandið með sér og íslenska landsliðsmanninum inn á Fésbókina. Það er hægt að sjá þessi myndbönd og fleiri inn á fésbókarsíðu sem er helguð Ara Frey Skúlasyni. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Einhver gæti sagt að Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska fótboltalandsliðsins, sé mættur á heimavöll sinn í Parma þrátt fyrir að hafa aldrei spilað með liði á Ítalíu. Íslenska liðið undirbýr sig fyrir leik á móti Króötum um næstu helgi og fékk að gera það í Parma á Ítalíu þar sem liðið er á vegum Errea sem framleiðir búninga liðsins. Þar munu strákarnir okkar eyða tímanum fram að leiknum í Zagreb. Það var frægt í sumar þegar íbúar smábæjarins Pieve di Cento á Ítalíu tóku miklu ástfóstri við íslenska bakvörðinn þegar öll Evrópa dáðist af afrekum íslenska fótboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Þau elskuðu ekki fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, Birki Bjarnason, Gylfa Þór Sigurðsson, markvörðinn Hannes Þór Halldórsson eða miðverðina Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson. Nei, Ari Freyr Skúlason er stjarna íslenska liðsins í þeirra augum. Íbúar Pieve di Cento gengu svo langt að halda Skúlason-hátíð eins og sjá má í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan. Fulltrúar bæjarins eru að sjálfsögðu mættir til Parma sem er í um eins og hálfs tíma fjarlægð frá Pieve di Cento. Næst á dagskrá er að gera Ara Frey að heiðursborgara Pieve di Cento. Bæjarbúarnir sem voru komnir til Parma hópuðust í kringum Ara Frey og settu myndbandið með sér og íslenska landsliðsmanninum inn á Fésbókina. Það er hægt að sjá þessi myndbönd og fleiri inn á fésbókarsíðu sem er helguð Ara Frey Skúlasyni.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti