Búa sig undir 55% fjölgun íbúa Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Alls fara 96 prósent allra ferðamanna sem koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira