Allt að því marautt á Íslandi á meðan snjóar í Skandinavíu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 13:36 Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Vísir/Eyþór „Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
„Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira