Rúnar Örn á Íslandsmetið í járnkarli en í keppninni er synt 3800 metrar, hjólað 180 kílómetrar og endað er á að hlaupa heilt maraþon hlaup, alls 42 kílómetra.
Rúnar setti metið í Kaupmannahöfn er hann kom í mark á 8:43:31 en metið setti Rúnar í sumar í höfuðborg Danmerkur. Guðjón Guðmundsson ræddi við Rúnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Rúnar vann sér sæti á heimsleikunum í járnkarli sem fór fram á Hawaii en þar hafnaði hann í 18. sæti.
„Þetta er góð persónuleg áskorun, ef þú vilt gera vel í þessari keppni þarftu að skora á sjálfan þig og gera eins vel og þú getur. Það er það sem allir sækjast eftir,“ sagði Rúnar sem viðurkenndi að það kæmi upp sú hugsun að hætta á meðan keppni stæði.
„Það kemur fyrir en það er ein af þessum neikvæðu hugsunum sem maður þarf að losna við. Maður hugsar til baka til allra æfinganna og það veitir manni trú að maður geti þetta,“ sagði Rúnar en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Kemur fyrir að mann langi að hætta í miðri keppni
Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
