VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2016 16:07 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59
BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45