Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 22:00 Lewandowski skaut Bæjara áfram í 16-liða úrslitin. Vísir/Getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30