Leitin hefur engan árangur borið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2016 19:23 Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar. Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira