UEFA tilkynnti það í dag að finnski landsliðsmaðurinn Roman Eremenko hafi verið dæmdur í tveggja ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Kókaín fannst í sýni Eremenko eftir leik með CSKA Moskvu á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í september. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og þau úrslit munu standa.
Roman Eremenko var í landsliðshópi Finna sem mætti til Íslands í októbermánuði síðastliðnum en var hvergi sjáanlegur þegar flautað var til leiks.
Það kom finnsku fjölmiðlamönnunum mikið á óvart en núna er komin ástæðan fyrir því að Eremenko gufaði upp fyrir leikinn á Laugardalsvellinum. Hann fékk fyrst 30 daga tímabundið bann en aganefnd UEFA hefur nú afgreitt málið og úrskurðað að hann megi ekki spila fótbolta aftur fyrr en 6. október 2018.
Hinn 29 ára gamli Roman Eremenko er fæddur í Moskvu en ólst upp í Finnlandi. Hann hefur spilað 73 landsleiki fyrir Finnland. Hann varð rússneskur meistari með CSKA Moskvu á síðasta tímabili.
Roman Eremenko er sókndjarfur miðjumaður en hann hefur skorað 5 mörk í þessum 73 landsleikjum. Hann var búinn að skora 3 mörk í 8 leikjum með CSKA Moskvu í rússnesku deildinni á nýju tímabili.
Tveggja ára bannið hjá Roman Eremenko hófst 6. október síðastliðinn en leikur Íslands og Finnlands fór einmitt fram þann dag. Ísland náði að vinna leikinn 3-2 með því að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins.
Kókaín ástæðan fyrir að Eremenko gufaði upp fyrir leikinn á Laugardalsvellinum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United
Enski boltinn


„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir”
Íslenski boltinn

Andrea Rán semur við FH
Íslenski boltinn

Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna
Íslenski boltinn

