Stórhríð og stormur í kortunum: „Fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:36 Búist er við mikilli snjókomu norðan-og austan lands í dag. Vísir/Auðunn Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira