Ísland ofar en Holland á nýjasta FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu enda árið á góðum stað á FIFA-listanum. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn