Ísland ofar en Holland á nýjasta FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu enda árið á góðum stað á FIFA-listanum. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira