Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir/Getty/Instagram Odell Beckham yngri, ein skærasta íþróttastjarna Bandaríkjanna og leikmaður NFL-liðsins New York Giants, segir að frammistaða Conor McGregor á UFC 205 um helgina hafi veitt honum innblástur. Beckham átti góðan leik á mánudagskvöldið er hann skoraði eitt snertimark í naumum 21-20 sigri Giants á Cincinnati Bengals. Sjá einnig: Áhættan borgaði sig fyrir Manning og félaga Útherjinn lét sig ekki vanta þegar UFC-bardagakvöld var í fyrsta sinn haldið í New York um helgina en Írinn Conor McGregor rotaði þá Eddie Alvarez í titilbardaga þeirra í léttvigt. Með sigrinum skráði McGregor nafn sitt á spjöld sögunnar en enginn hefur áður verið handhafi tveggja titla í UFC samtímis. McGregor er einnig ríkjandi meistari í fjaðurvigt. Beckham hefur einnig náð sögulegum árangri í sinni íþrótt. Enginn útherji í sögu NFL-deildarinnar hefur verið jafn fljótur að ná 3500 jördum á ferlinum en þeim áfanga náði hann á mánudagskvöldið - hans 36 leik á ferlinum..@OBJ_3 is wide open?!? Easy @Giants TOUCHDOWN.#CINvsNYGhttps://t.co/A8rFJER9tj — NFL (@NFL) November 15, 2016 „Ég set há viðmið fyrir sjálfan mig. Ég fékk líka innblástur um helgina þegar ég fór að sjá McGregor berjast. Það er maður sem hefur mjög sterkar skoðanir og stendur ávallt við yfirlýsingar sínar. Það veitti mér innblástur að sjá hann gera það sem hann gerir best,“ sagði Beckham. Beckham yngri hefur einnig leitað innblásturs hjá öðrum íþróttamönnum og nefnir í því samhengi að hann hafi fylgst mjög vel með LeBron James, leikmanni Cleveland Cavaliers, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í vor og farið á leiki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. "Id like to take this chance to apologize...to absolutely nobody" #LethalWeapon @thenotoriousmma A photo posted by Odell Beckham Jr (@obj) on Nov 12, 2016 at 11:35pm PST MMA NFL Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Odell Beckham yngri, ein skærasta íþróttastjarna Bandaríkjanna og leikmaður NFL-liðsins New York Giants, segir að frammistaða Conor McGregor á UFC 205 um helgina hafi veitt honum innblástur. Beckham átti góðan leik á mánudagskvöldið er hann skoraði eitt snertimark í naumum 21-20 sigri Giants á Cincinnati Bengals. Sjá einnig: Áhættan borgaði sig fyrir Manning og félaga Útherjinn lét sig ekki vanta þegar UFC-bardagakvöld var í fyrsta sinn haldið í New York um helgina en Írinn Conor McGregor rotaði þá Eddie Alvarez í titilbardaga þeirra í léttvigt. Með sigrinum skráði McGregor nafn sitt á spjöld sögunnar en enginn hefur áður verið handhafi tveggja titla í UFC samtímis. McGregor er einnig ríkjandi meistari í fjaðurvigt. Beckham hefur einnig náð sögulegum árangri í sinni íþrótt. Enginn útherji í sögu NFL-deildarinnar hefur verið jafn fljótur að ná 3500 jördum á ferlinum en þeim áfanga náði hann á mánudagskvöldið - hans 36 leik á ferlinum..@OBJ_3 is wide open?!? Easy @Giants TOUCHDOWN.#CINvsNYGhttps://t.co/A8rFJER9tj — NFL (@NFL) November 15, 2016 „Ég set há viðmið fyrir sjálfan mig. Ég fékk líka innblástur um helgina þegar ég fór að sjá McGregor berjast. Það er maður sem hefur mjög sterkar skoðanir og stendur ávallt við yfirlýsingar sínar. Það veitti mér innblástur að sjá hann gera það sem hann gerir best,“ sagði Beckham. Beckham yngri hefur einnig leitað innblásturs hjá öðrum íþróttamönnum og nefnir í því samhengi að hann hafi fylgst mjög vel með LeBron James, leikmanni Cleveland Cavaliers, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í vor og farið á leiki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. "Id like to take this chance to apologize...to absolutely nobody" #LethalWeapon @thenotoriousmma A photo posted by Odell Beckham Jr (@obj) on Nov 12, 2016 at 11:35pm PST
MMA NFL Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27