John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna. Kerry lét þessi orð falla í heimsókn sinni í Nýja Sjálandi. Reuters greinir frá.
Kerry mun svo ferðast til Marrakesh í Marokkó til að taka þátt í umhverfisverndarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna en 200 þjóðir taka þátt í ráðstefnunni sem mun standa yfir í 2 vikur.
Sjá einnig: Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum
Donald Trump hefur sagt að gróðurhúsaáhrifin sé skröksaga samda af Kínverjum til að ná efnahagslegu forskoti. Hann hefur heitið því að slíta aðild Bandaríkjanna að Parísarsáttmálanum. Bandaríkjamenn eru bundnir af samningnum í fjögur ár en Trump ætlar að reyna hvað hann getur til að komast hjá því að fara eftir ákvæðum samningsins.
Útblástur frá Bandaríkjunum er rétt undir 20 prósentum af heildar útblæstri og augljóst er að staða Bandaríkjanna gagnvart samningnum skiptir gríðarlegu máli. Því liggur beint við að Obama og stjórn hans þurfi að hafa hraðar hendur til að tryggja að umhverfismál séu komin í fastan farveg og að ekki verði hægt að valda stórfelldum skaða.
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum

Tengdar fréttir

Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum
Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu.

Sjáðu Leonardo DiCaprio ferðast um heiminn til að tækla loftslagsmál
Ný heimildarmynd DiCaprio, Before the Flood, hefur verið gefin út á netið.

Evrópuþingið samþykkti Parísarsamninginn
Nægilegur fjöldi ríkja hafa nú fullgilt samninginn til að hann taki gildi.