Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2016 08:26 Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Mynd/Karl Georg Karlsson. Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49
Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59