Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2016 08:26 Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Mynd/Karl Georg Karlsson. Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49
Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59