Körfubolti

Martin hetjan á lokasekúndunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/anton brink
Landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson heldur áfram að spila vel með liði Charleville-Mézieres í frönsku b-deildinni í körfubolta.

Martin tryggðu sínu liði sigurinn í kvöld með því að skora sigurkörfuna á lokasekúndunum.

Martin var með 18 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar í tveggja stiga heimasigri á Boulazac, 85-83. Martin hitti úr 7 af 12 skotum sínum í leiknum og öllum fjórum vítunum.  

Charleville-Mézieres hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Boulazac var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-23, en Martin skoraði fyrstu körfu annars leikhlutans og leiddi endurkomu sinna manna í öðrum leikhlutanum.

Charleville-Mézieres var þremur stigum yfir í hálfleik, 49-46, og var síðan komið tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 68-58, eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 19-12.

Martin var með 12 stig og 8 stoðsendingar eftir fyrstu þrjá leikhlutana og var þá með fleiri stoðsendingar (8) en skot (7).

Leikmenn  Boulazac sóttu að Martin og félögum í lokin, unnu upp muninn á lokakaflanum og jöfnuðu loks í 83-83 fimmtán sekúndum fyrir leikslok. Martin átti hinsvegar lokaorðið og landaði sigri fyrir sitt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×