Borgarstjóra leið líkamlega illa út af kjöri Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 19:11 Dagur B. Eggertsson er strax farinn að sakna Obama. visir/arnþór Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00