Við Íslendingar þekkjum það vel að vinna bleika Skota | Eru álög á búningnum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 17:30 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik á móti bleikum Skotum. Vísir/Ernir England og Skotland mætast í kvöld á Wembley í undankeppni HM 2018 en mikil spenna er í Bretlandi fyrir viðureign nágrannanna enda telja Skotar sig sjaldan hafa átt jafn miklu möguleika á móti stóra bróður. Skotar hafa hinsvegar áhyggjur af því að þeir þurfa að spila í bleiku búningunum sínum. Skoska karlalandsliðið hefur tapað 3 af 4 leikjum sínum í bleika búningnum og einhverjir hafa gengið svo langt að telja að álög séu á þessum búningi. BBC fjallar aðeins um bleika búninginn og fyrri dæmi um það í fótboltanum þegar menn hafi talið að álög hafi verið á ákveðnum búningasettum liða. Það má finna þessa frétt BBC hér. Við Íslendingar þekkjum það vel að vinna Skota í bleiku á þessu ári því bæði kvennalandsliðið og 21 árs landsliðið unnu bleika Skota í undankeppni Evrópumótsins. Kvennalandsliðið vann 4-0 sigur á bleikum Skotum á Falkirk Stadium í júní þar sem Hallbera Guðný Gísladóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru allar á skotskónum. Skotarnir hefndu reyndar fyrir það tap á Laugardalsvellinum í haust en það var leikur sem skipti engu máli því íslensku stelpurnar voru búnar að tryggja sig inn á EM í Hollandi. Strákarnir í 21 árs landsliðinu unnu bleika Skota 2-0 í vonskuveðri á Víkingsvellinum í byrjun október. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin. Skotarnir höfðu ekki heppnina með sér í þeim leik og Rúnar Alex Rúnarsson varði meðal annars vítaspyrnu frá þeim í stöðunni 1-0. EM 2017 í Hollandi Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
England og Skotland mætast í kvöld á Wembley í undankeppni HM 2018 en mikil spenna er í Bretlandi fyrir viðureign nágrannanna enda telja Skotar sig sjaldan hafa átt jafn miklu möguleika á móti stóra bróður. Skotar hafa hinsvegar áhyggjur af því að þeir þurfa að spila í bleiku búningunum sínum. Skoska karlalandsliðið hefur tapað 3 af 4 leikjum sínum í bleika búningnum og einhverjir hafa gengið svo langt að telja að álög séu á þessum búningi. BBC fjallar aðeins um bleika búninginn og fyrri dæmi um það í fótboltanum þegar menn hafi talið að álög hafi verið á ákveðnum búningasettum liða. Það má finna þessa frétt BBC hér. Við Íslendingar þekkjum það vel að vinna Skota í bleiku á þessu ári því bæði kvennalandsliðið og 21 árs landsliðið unnu bleika Skota í undankeppni Evrópumótsins. Kvennalandsliðið vann 4-0 sigur á bleikum Skotum á Falkirk Stadium í júní þar sem Hallbera Guðný Gísladóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru allar á skotskónum. Skotarnir hefndu reyndar fyrir það tap á Laugardalsvellinum í haust en það var leikur sem skipti engu máli því íslensku stelpurnar voru búnar að tryggja sig inn á EM í Hollandi. Strákarnir í 21 árs landsliðinu unnu bleika Skota 2-0 í vonskuveðri á Víkingsvellinum í byrjun október. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin. Skotarnir höfðu ekki heppnina með sér í þeim leik og Rúnar Alex Rúnarsson varði meðal annars vítaspyrnu frá þeim í stöðunni 1-0.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira