Breska leikkonan Charlotte Riley hefur verið ráðin til þess að leika Kate Middleton í nýrri sjónvarpsseríu. Þættirnir heita King Charles III og munu fjalla um konungsfjölskylduna í Bretlandi.
Riley segist vera yfir sig spennt yfir hlutverkinu enda sé Middleton afar áhugaverð kona og að það verði skemmtilegt að setja sig í fótspor hennar. Leikkonan er þekktust fyrir hlutverk sitt í Peaky Blinders og London Has Fallen. Hún er einnig gift stórleikaranum Tom Hardy.
