Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump Una Sighvatsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 20:04 Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt. Brexit Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt.
Brexit Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira