Fótbolti

Kósovó má nota tvo fyrrum albanska landsliðsmenn á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Besart Berisha fagnar með stuðningsmönnum Melbourne Victory.
Besart Berisha fagnar með stuðningsmönnum Melbourne Victory. Vísir/Getty
Kósovar, sem eru með okkur Íslendingum í riðli, halda áfram að „veiða“ sér nýja landsliðsmanna fyrir baráttuna í undankeppni HM 2018.

Nú síðast fengu þeir leyfi frá FIFA til að nota framherjann Besart Berisha og varnarmanninn Mergim Vojvoda í næstu leikjum Kósovó í riðlinum.

Kósóvó mætir Tyrklandi um helgina en tekur svo á móti íslenska landsliðinu í mars. Sá leikur fer reyndar fram í Albaníu af öryggisástæðum.

Besart Berisha er 31 árs og spilar þessa dagana með ástralska félaginu Melbourne Victory. Hann lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði í þeim eitt mark.

Mergim Vojvoda er 21 árs varnarmaður belgíska félagsins Mouscron en hann á að baki sjö leiki fyrir 21 árs landslið Albaníu en þann síðasta af þeim lék hann fyrr á þessu ári.

Kósovó tekur nú þá í sinni fyrstu undankeppni en liðið hefur eitt stig eftir þrjá fyrstu leiki sína. Það kom í 1-1 jafntefli á móti Finnlandi í fyrsta leik en síðan hefur liðið tapaði 6-0 fyrir Króatíu og 3-0 fyrir Úkraínu.

Eina mark Kósovó í riðlinum til þessa skoraði miðjumaðurinn Valon Berisha sem lék 20 landsleiki fyrir Norðmenn á árunum 2012 til 2016. Hann er einn af leikmönnunum sem tengsl við Kósovó sem knattspyrnusamband Kósovó hefur fengið leyfi frá FIFA til að nota sem landsliði þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×