Adrien Brody stjarna jólaauglýsingar H&M Ritstjórn skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Skjáskot/HM Það kemur manni yfirleitt í hátíðarskap að skoða jólaauglýsingar stórfyrirtækjanna en óhætt er að segja að sænski verslanarisinn Hennes&Mauritz eigi vinninginn í ár. Jólaauglýsingin er stuttmynd sem ber titilinn Come Together og er í leikstjórn Wes Anderson en það er sjálfur leikarinn Adrien Brody sem er í aðalhlutverki. Myndin gerist um borð í lest á jóladag sem seinkar vegna veðurs og þarf lestarstjórinn því að grípa til ráða til að halda upp á jólin með farþegum sem komast ekki heim yfir hátíðarnar. „Þessi saga á mjög vel við í dag í heiminum, þar sem allir hefði gott af því að gefa ókunnugum faðmlag,“ segir Brody í tilkynningu frá H&M. Sjáið þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan og komið ykkur í hátíðargírinn. Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Teyana Taylor mætti í Hvíta húsið klædd sem Angela Davis Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour
Það kemur manni yfirleitt í hátíðarskap að skoða jólaauglýsingar stórfyrirtækjanna en óhætt er að segja að sænski verslanarisinn Hennes&Mauritz eigi vinninginn í ár. Jólaauglýsingin er stuttmynd sem ber titilinn Come Together og er í leikstjórn Wes Anderson en það er sjálfur leikarinn Adrien Brody sem er í aðalhlutverki. Myndin gerist um borð í lest á jóladag sem seinkar vegna veðurs og þarf lestarstjórinn því að grípa til ráða til að halda upp á jólin með farþegum sem komast ekki heim yfir hátíðarnar. „Þessi saga á mjög vel við í dag í heiminum, þar sem allir hefði gott af því að gefa ókunnugum faðmlag,“ segir Brody í tilkynningu frá H&M. Sjáið þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan og komið ykkur í hátíðargírinn.
Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Teyana Taylor mætti í Hvíta húsið klædd sem Angela Davis Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour