Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár Þorgeir Helgason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Fjöldi látinna í bílslysum eftir ári Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira