Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár Þorgeir Helgason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Fjöldi látinna í bílslysum eftir ári Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira