NFL: Enginn virðist geta stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýliðarnir öflugu Dak Prescott og Ezekiel Elliott. Vísir/Getty Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira
Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira