Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 17:17 Eyrún Eyþórsdóttir hefur verið að rannsaka hatursorðræðu og nú er að draga til tíðinda í því: Pétur á Sögu hefur verið ákærður og hann er bálreiður. Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira