Rjúpnaskyttan fannst á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2016 10:34 Mynd/Landsbjörg Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður sem týndist við rjúpnaveiðar og hefur verið leitað að síðan á föstudagskvöld er fundin heill á húfi. Björgunarsveitamenn á vélsleðum fundu manninn þar sem hann var á gangi með hundi sínum á austanverðum Ketilsstaðahálsi upp úr klukkan tíu í morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Maðurinn var vel á sig kominn þegar hann fannst, en kaldur. Björgunarsveitamenn hlúðu að manninum á fundarstaðnum að þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flutti manninn til byggða. Tilkynning um að maðurinn væri týndur barst klukkan átta á föstudagskvöldið. Maðurinn gekk til rjúpa frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði og óskað var eftir aðstoð þegar hann skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur. Hann hafði þá farið frá veiðifélögum sínum. Um 440 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni og einnig hefur verið notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veður hefur verið slæmt á leitarsvæðinu og aðstæður erfiðar fyrir björgunarsveitarfólk. Þungfært var bæði fyrir ökutæki og gangandi leitarmenn. Rauði krossinn setti upp aðstöðu í grunnskólum þar sem björgunarsveitarfólk gat hvílt sig milli leitarlota. Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur næstkomandi sunnudag, en um er að ræða tólf daga sem skiptast á fjórar helgar. Maðurinn fannst á þessu svæði.Vísir/Loftmyndir.is Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39 Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður sem týndist við rjúpnaveiðar og hefur verið leitað að síðan á föstudagskvöld er fundin heill á húfi. Björgunarsveitamenn á vélsleðum fundu manninn þar sem hann var á gangi með hundi sínum á austanverðum Ketilsstaðahálsi upp úr klukkan tíu í morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Maðurinn var vel á sig kominn þegar hann fannst, en kaldur. Björgunarsveitamenn hlúðu að manninum á fundarstaðnum að þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flutti manninn til byggða. Tilkynning um að maðurinn væri týndur barst klukkan átta á föstudagskvöldið. Maðurinn gekk til rjúpa frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði og óskað var eftir aðstoð þegar hann skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur. Hann hafði þá farið frá veiðifélögum sínum. Um 440 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni og einnig hefur verið notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veður hefur verið slæmt á leitarsvæðinu og aðstæður erfiðar fyrir björgunarsveitarfólk. Þungfært var bæði fyrir ökutæki og gangandi leitarmenn. Rauði krossinn setti upp aðstöðu í grunnskólum þar sem björgunarsveitarfólk gat hvílt sig milli leitarlota. Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur næstkomandi sunnudag, en um er að ræða tólf daga sem skiptast á fjórar helgar. Maðurinn fannst á þessu svæði.Vísir/Loftmyndir.is
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39 Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði. 18. nóvember 2016 20:39
Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði. 19. nóvember 2016 07:38
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56