Hallveig tók yfir í framlengingunni | Þriðji 50 stiga leikur Tyson-Thomas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2016 21:30 Hallveig Jónsdóttir skoraði 11 stig í framlengingunni gegn Snæfelli. vísir/stefán Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Allir fjórir leikirnir unnust á útivelli. Valur vann mjög svo óvæntan sigur á Snæfelli í Hólminum, 73-82, eftir framlengdan leik. Hallveig Jónsdóttir, sem átti góða innkomu í leik Íslands og Portúgals í síðustu viku, skoraði 20 stig fyrir Valsliðið sem er búið að vinna þrjá leiki í röð. Ellefu af 20 stigum Hallveigar komu í framlengingunni sem Valur vann 16-7. Mia Loyd skoraði 15 stig og tók 25 fráköst fyrir Val í kvöld. Aaryn Ellenberg-Wiley lék allar 45 mínúturnar og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal níu boltum fyrir Snæfell sem fékk aðeins þrjú stig frá bekknum í kvöld.Kelia Shelton sækir að körfu Hauka.vísir/antonKeflavík nýtti sér tapið hjá Snæfelli og skaust á topp deildarinnar með stórsigri, 46-76, á Haukum á útivelli. Bæði lið frumsýndu nýja bandaríska leikmenn í leiknum. Kelia Shelton skoraði 15 stig og tók 12 fráköst fyrir Hauka og Ariana Moorer gerði níu stig fyrir Keflavík og tók 12 fráköst. Keflavík hafði mikla yfirburði í leiknum og komst mest 40 stigum yfir. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 46-76.Tyson-Thomas hefur verið mögnuð í vetur.vísir/antonCarmen Tyson-Thomas sneri aftur í lið Njarðvíkur eftir meiðsli og skoraði 50 stig í góðum sigri liðsins á Stjörnunni á útivelli. Lokatölur 74-83, Njarðvík í vil. Þetta var þriðji 50 stiga leikur Tyson-Thomas í vetur en hún er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 40,3 stig að meðaltali í leik. Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með átta stig. Garðbæingar hafa tapað þremur leikjum í röð eftir ágætis byrjun á tímabilinu.Þá sótti Skallagrímur sigur til Grindavíkur.Tölfræðin í leikjum kvöldsins:Snæfell-Valur 73-82 (20-23, 16-19, 20-9, 10-15, 7-16)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 33/7 fráköst/9 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst, María Björnsdóttir 0/6 fráköst.Valur: Hallveig Jónsdóttir 20, Guðbjörg Sverrisdóttir 17/4 fráköst, Mia Loyd 15/25 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst.Haukar-Keflavík 46-76 (8-22, 9-17, 11-26, 18-11)Haukar: Kelia Shelton 15/12 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 12, Rósa Björk Pétursdóttir 11/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4.Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/5 fráköst/7 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 13/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Ariana Moorer 9/12 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/5 fráköst/5 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 7, Elsa Albertsdóttir 6/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Andrea Einarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 0/4 fráköst.Stjarnan-Njarðvík 74-83 (20-19, 16-23, 19-18, 19-23)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 23/11 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 50/18 fráköst/5 stoðsendingar, María Jónsdóttir 8/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Soffía Rún Skúladóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/6 fráköst.Grindavík-Skallagrímur 61-72 (15-7, 18-20, 17-26, 11-19)Grindavík: Ashley Grimes 36/14 fráköst/3 varin skot, María Ben Erlingsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 1/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 0/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/12 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Fanney Lind Tomas 6/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/10 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0/5 fráköst. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 61-72 | Skelfileg byrjun Borgnesinga kom ekki að sök Þrátt fyrir skelfilega byrjun náði Skallagrímur að knýja fram sigur gegn Grindavík á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 61-72, Skallagrími í vil. 30. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Allir fjórir leikirnir unnust á útivelli. Valur vann mjög svo óvæntan sigur á Snæfelli í Hólminum, 73-82, eftir framlengdan leik. Hallveig Jónsdóttir, sem átti góða innkomu í leik Íslands og Portúgals í síðustu viku, skoraði 20 stig fyrir Valsliðið sem er búið að vinna þrjá leiki í röð. Ellefu af 20 stigum Hallveigar komu í framlengingunni sem Valur vann 16-7. Mia Loyd skoraði 15 stig og tók 25 fráköst fyrir Val í kvöld. Aaryn Ellenberg-Wiley lék allar 45 mínúturnar og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal níu boltum fyrir Snæfell sem fékk aðeins þrjú stig frá bekknum í kvöld.Kelia Shelton sækir að körfu Hauka.vísir/antonKeflavík nýtti sér tapið hjá Snæfelli og skaust á topp deildarinnar með stórsigri, 46-76, á Haukum á útivelli. Bæði lið frumsýndu nýja bandaríska leikmenn í leiknum. Kelia Shelton skoraði 15 stig og tók 12 fráköst fyrir Hauka og Ariana Moorer gerði níu stig fyrir Keflavík og tók 12 fráköst. Keflavík hafði mikla yfirburði í leiknum og komst mest 40 stigum yfir. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 46-76.Tyson-Thomas hefur verið mögnuð í vetur.vísir/antonCarmen Tyson-Thomas sneri aftur í lið Njarðvíkur eftir meiðsli og skoraði 50 stig í góðum sigri liðsins á Stjörnunni á útivelli. Lokatölur 74-83, Njarðvík í vil. Þetta var þriðji 50 stiga leikur Tyson-Thomas í vetur en hún er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 40,3 stig að meðaltali í leik. Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með átta stig. Garðbæingar hafa tapað þremur leikjum í röð eftir ágætis byrjun á tímabilinu.Þá sótti Skallagrímur sigur til Grindavíkur.Tölfræðin í leikjum kvöldsins:Snæfell-Valur 73-82 (20-23, 16-19, 20-9, 10-15, 7-16)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 33/7 fráköst/9 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst, María Björnsdóttir 0/6 fráköst.Valur: Hallveig Jónsdóttir 20, Guðbjörg Sverrisdóttir 17/4 fráköst, Mia Loyd 15/25 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst.Haukar-Keflavík 46-76 (8-22, 9-17, 11-26, 18-11)Haukar: Kelia Shelton 15/12 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 12, Rósa Björk Pétursdóttir 11/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4.Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/5 fráköst/7 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 13/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Ariana Moorer 9/12 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/5 fráköst/5 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 7, Elsa Albertsdóttir 6/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Andrea Einarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 0/4 fráköst.Stjarnan-Njarðvík 74-83 (20-19, 16-23, 19-18, 19-23)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 23/11 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 50/18 fráköst/5 stoðsendingar, María Jónsdóttir 8/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Soffía Rún Skúladóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/6 fráköst.Grindavík-Skallagrímur 61-72 (15-7, 18-20, 17-26, 11-19)Grindavík: Ashley Grimes 36/14 fráköst/3 varin skot, María Ben Erlingsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 1/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 0/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/12 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Fanney Lind Tomas 6/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/10 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0/5 fráköst.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 61-72 | Skelfileg byrjun Borgnesinga kom ekki að sök Þrátt fyrir skelfilega byrjun náði Skallagrímur að knýja fram sigur gegn Grindavík á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 61-72, Skallagrími í vil. 30. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 61-72 | Skelfileg byrjun Borgnesinga kom ekki að sök Þrátt fyrir skelfilega byrjun náði Skallagrímur að knýja fram sigur gegn Grindavík á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 61-72, Skallagrími í vil. 30. nóvember 2016 22:30