Er lélegt áhorf á NFL Kaepernick að kenna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 14:15 Máttur Kaepernick virðist vera mikill. vísir/getty Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað. NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað.
NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira