Þekkjum rétt kvenna Zahra Mesbah skrifar 9. desember 2016 07:00 Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun