Mótmæli hans fá ekki lengur sömu athygli og í fyrsta en hann haldið uppteknum hætti að fara niður á annað hnéð er þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn.
Í athöfn í Pearl Harbor í dag, þar sem verið var að minnast þess að 75 ár eru frá árásinni þar, steig aðmírall á stokk og skaut á leikstjórnandann.
US admiral: Those honored at Pearl Harbor 75th anniversary "never took a knee" when they heard national anthem https://t.co/KafhXQdvfdpic.twitter.com/XzYZlB67BF
— AP West Region (@APWestRegion) December 7, 2016
Við þessi ummæli fékk hann mikið klapp og fólk stóð upp úr sætum sínum til þess að klappa. Stóð lófatakið lengi yfir.
Þetta er til marks um hversu mikil áhrif mótmæli Kaepernick hafa haft en þau eru sérstaklega óvinsæl hjá fólki tengdum hernum í Bandaríkjunum.