Á annan tug framkvæmda í hættu Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Umferð á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu árin og hvert metið verið slegið á fætur öðru. Ljóst er að meira fjármagn þarf til viðhalds og nýframkvæmda. vísir/pjetur Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira