Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53