Þegar saklausir játa Þorvaldur Gylfason skrifar 8. desember 2016 07:00 Venjulegt fólk á æ erfiðara með að ná fram rétti sínum fyrir dómstólum. Til þess liggja margar ástæður sem bandaríski dómarinn Jed Rakoff rakti nýverið í vikuritinu New York Review of Books. Lýsing hans á versnandi þjónustu réttarkerfisins við almenning á erindi við Íslendinga þar eð ástand dómsmálanna hér heima kallast að ýmsu leyti á við ástandið vestra. Vandi réttarkerfisins þar birtist m.a. í að stundum játa sakleysingjar á sig glæpi frekar en að missa aleiguna í hendur lögmanna.Útburðir En þetta fyrst. Reiðibylgjan sem Donald Trump reið inn í Hvíta húsið um daginn stafar e.t.v. ekki eingöngu af stöðnun launa miðlungs- og lágtekjufólks og aukinni misskiptingu eins og margir hafa haldið fram. Reiðibylgjan kann einnig að hafa risið vegna þess að tæplega 700.000 bandarískar fjölskyldur hafa misst heimili sín í hendur lánardrottna á hverju ári frá 2007. Það gerir rösklega sex milljónir fjölskyldna samtals. Þetta er svipuð tala miðað við mannfjölda og hér heima frá hruni. Hér hafa um sex þúsund fjölskyldur misst heimili sín á sama tíma eða um 750 fjölskyldur á ári að jafnaði. Útburðum hefur fækkað með tímanum. Árin 2008-2013 misstu þrjár fjölskyldur á dag heimili sín eða um 1.100 fjölskyldur á ári. Þá eru ótaldar þúsundir eigna sem lögaðilar aðrir en einstaklingar hafa misst í hendur lánardrottna. Samkvæmt tölum frá Arion banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og Landsbankanum eignuðust þessir aðilar að meðaltali 4,3 uppboðseignir á dag fyrstu fimm árin eftir hrun. Þessar tölur ættu að réttu lagi að liggja frammi á vefsetri Hagstofu Íslands eða velferðarráðuneytisins en þær er þó hvergi að finna á einum stað í stjórnsýslunni heldur þurfa áhugasamir að grafa þær upp með ærinni fyrirhöfn eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið að reyna. Bandaríkjamenn safna upplýsingum um ástand dómskerfisins vestra. Líkurnar á að tapa útburðarmáli gegn lánardrottni tvöfaldast ef húseigandinn hefur ekki efni á að ráða sér lögmann og reynir heldur að verja sig sjálfur fyrir rétti. Svo virðist sem milljónir Bandaríkjamanna hafi misst heimili sín vegna aðstöðumunar í réttarsölum. Engar sambærilegar tölur eru til um Ísland. Annað dæmi: Líkurnar á að bandarískur dómari fallist á nálgunarbann vegna heimilisofbeldis minnka um meira en helming ef fórnarlambið hefur ekki efni á að ráða sér lögfræðing.Jafnræði fyrir lögum? Jed Rakoff, dómari í New York, rekur helztu ástæður þess að Bandaríkjamenn eru ekki jafnir fyrir lögum. Það verður sífellt dýrara að ráða sér lögmann. Annar kostnaður sem leggst á þá sem leita réttar síns fer einnig vaxandi. Lögfræðingar reynast æ ófúsari til að taka að sér mál upp á prósentur þegar ekki er eftir miklu að slægjast, t.d. í skaðabótamálum. Verklýðsfélög og önnur félög sem veittu félagsmönnum sínum ókeypis lögfræðiaðstoð á fyrri tíð eru nú veikari á svellinu en áður og síður aflögufær. Lögboðnir gerðardómar hafa færzt í vöxt. Réttarkerfið lítur hóplögsóknir hornauga og reynir að torvelda þær. Lagaágreiningi er æ oftar skotið til eftirlitsstofnana og úrskurðarnefnda frekar en dómstóla. Hættan á þungum refsidómum hefur aukizt. Af þessu öllu leiðir að langflest ágreiningsefni eru leyst utan réttarkerfisins án atbeina dómara. Sumir ná ekki fram rétti sínum og missa jafnvel heimili sín fyrir rangar sakir. Aðrir játa jafnvel á sig glæpi í sjálfsvörn. Athygli vekur að Jed Rakoff finnur ekki að mannvali í dómarastétt eða hlutdrægni dómara.Þverrandi traust Traust bandarísks almennings til dómstóla hefur minnkað. Í fyrra (2015) sögðust 53% Bandaríkjamanna treysta réttarkerfinu skv. skýrslu Gallups borið saman við 80% um aldamótin. Hér heima segist innan við þriðjungur aðspurðra treysta dómskerfinu skv. Gallup. Ákvæði um skipun dómara og annarra embættismanna í nýju stjórnarskránni sem Alþingi á enn eftir að staðfesta árétta þá grundvallarreglu við skipun í embætti að hæfni og málefnaleg sjónarmið skuli ráða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Venjulegt fólk á æ erfiðara með að ná fram rétti sínum fyrir dómstólum. Til þess liggja margar ástæður sem bandaríski dómarinn Jed Rakoff rakti nýverið í vikuritinu New York Review of Books. Lýsing hans á versnandi þjónustu réttarkerfisins við almenning á erindi við Íslendinga þar eð ástand dómsmálanna hér heima kallast að ýmsu leyti á við ástandið vestra. Vandi réttarkerfisins þar birtist m.a. í að stundum játa sakleysingjar á sig glæpi frekar en að missa aleiguna í hendur lögmanna.Útburðir En þetta fyrst. Reiðibylgjan sem Donald Trump reið inn í Hvíta húsið um daginn stafar e.t.v. ekki eingöngu af stöðnun launa miðlungs- og lágtekjufólks og aukinni misskiptingu eins og margir hafa haldið fram. Reiðibylgjan kann einnig að hafa risið vegna þess að tæplega 700.000 bandarískar fjölskyldur hafa misst heimili sín í hendur lánardrottna á hverju ári frá 2007. Það gerir rösklega sex milljónir fjölskyldna samtals. Þetta er svipuð tala miðað við mannfjölda og hér heima frá hruni. Hér hafa um sex þúsund fjölskyldur misst heimili sín á sama tíma eða um 750 fjölskyldur á ári að jafnaði. Útburðum hefur fækkað með tímanum. Árin 2008-2013 misstu þrjár fjölskyldur á dag heimili sín eða um 1.100 fjölskyldur á ári. Þá eru ótaldar þúsundir eigna sem lögaðilar aðrir en einstaklingar hafa misst í hendur lánardrottna. Samkvæmt tölum frá Arion banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og Landsbankanum eignuðust þessir aðilar að meðaltali 4,3 uppboðseignir á dag fyrstu fimm árin eftir hrun. Þessar tölur ættu að réttu lagi að liggja frammi á vefsetri Hagstofu Íslands eða velferðarráðuneytisins en þær er þó hvergi að finna á einum stað í stjórnsýslunni heldur þurfa áhugasamir að grafa þær upp með ærinni fyrirhöfn eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið að reyna. Bandaríkjamenn safna upplýsingum um ástand dómskerfisins vestra. Líkurnar á að tapa útburðarmáli gegn lánardrottni tvöfaldast ef húseigandinn hefur ekki efni á að ráða sér lögmann og reynir heldur að verja sig sjálfur fyrir rétti. Svo virðist sem milljónir Bandaríkjamanna hafi misst heimili sín vegna aðstöðumunar í réttarsölum. Engar sambærilegar tölur eru til um Ísland. Annað dæmi: Líkurnar á að bandarískur dómari fallist á nálgunarbann vegna heimilisofbeldis minnka um meira en helming ef fórnarlambið hefur ekki efni á að ráða sér lögfræðing.Jafnræði fyrir lögum? Jed Rakoff, dómari í New York, rekur helztu ástæður þess að Bandaríkjamenn eru ekki jafnir fyrir lögum. Það verður sífellt dýrara að ráða sér lögmann. Annar kostnaður sem leggst á þá sem leita réttar síns fer einnig vaxandi. Lögfræðingar reynast æ ófúsari til að taka að sér mál upp á prósentur þegar ekki er eftir miklu að slægjast, t.d. í skaðabótamálum. Verklýðsfélög og önnur félög sem veittu félagsmönnum sínum ókeypis lögfræðiaðstoð á fyrri tíð eru nú veikari á svellinu en áður og síður aflögufær. Lögboðnir gerðardómar hafa færzt í vöxt. Réttarkerfið lítur hóplögsóknir hornauga og reynir að torvelda þær. Lagaágreiningi er æ oftar skotið til eftirlitsstofnana og úrskurðarnefnda frekar en dómstóla. Hættan á þungum refsidómum hefur aukizt. Af þessu öllu leiðir að langflest ágreiningsefni eru leyst utan réttarkerfisins án atbeina dómara. Sumir ná ekki fram rétti sínum og missa jafnvel heimili sín fyrir rangar sakir. Aðrir játa jafnvel á sig glæpi í sjálfsvörn. Athygli vekur að Jed Rakoff finnur ekki að mannvali í dómarastétt eða hlutdrægni dómara.Þverrandi traust Traust bandarísks almennings til dómstóla hefur minnkað. Í fyrra (2015) sögðust 53% Bandaríkjamanna treysta réttarkerfinu skv. skýrslu Gallups borið saman við 80% um aldamótin. Hér heima segist innan við þriðjungur aðspurðra treysta dómskerfinu skv. Gallup. Ákvæði um skipun dómara og annarra embættismanna í nýju stjórnarskránni sem Alþingi á enn eftir að staðfesta árétta þá grundvallarreglu við skipun í embætti að hæfni og málefnaleg sjónarmið skuli ráða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun