Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2016 12:05 Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að sögn Georgs Lárussonar. Vísir/Vilhelm Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent