Bann Blatter stendur að fullu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 00:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta. FIFA Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta.
FIFA Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Leik lokið: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Sjá meira