Betri jól fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 09:15 Bandaríkjamenn og Íslendingar munu koma sér fyrir í sófanum þessi jólin eins og önnur og horfa á góðar jólamyndir. Christmas Vacation með Chevy Chase er klassísk. Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár. Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár.
Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent