Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 55-68 | Góður varnarleikur skilaði Keflavík sigrinum Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 3. desember 2016 19:45 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur spilað vel með Skallagrími í vetur. vísir/ernir Stúlkurnar í Keflavík gerðu sér góða ferð í Borgarnes og unnu Skallagrím 55-68 í 11. Umferð Domino´s deildar í Fjósinu í dag. Sigurinn stækkar bilið á milli liðanna enn fremur og situr lið Keflavíkur á toppi deildarinnar með 16 stig á meðan Skallagrímsstúlkur sitja eftir með 12 stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur sóknarlega og voru skotin að rata rétta leið þrátt fyrir fína vörn stúlknanna úr Reykjanesbæ. Gestirnir voru áræðnir á körfuna og óhræddir við að keyra inn í teyginn sem og taka opin skot og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir að vera með stanslausa baráttu þó svo að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af en Skallagrímur virtist stjórna takti leiksins enda heldur þær í forystuna allan hálfleikinn. Staðan var 34-29 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik settu Keflavík nánast í lás og gerðu heimamönnum verulega erfitt fyrir sóknarlega. Varnarleikur gestanna sogaði nánast alla orku úr Skallagrímskonum sem voru að vinna yfirvinnu til að koma boltanum í körfuna. Hægt og rólega fór Keflavík að skríða fram úr. Með góðri vörn og betri sóknarleik fóru skotin loksins að falla hjá gestunum og ekkert virtist koma í veg fyrir sigur Keflvíkinga. Góð vörn Keflavíkur í seinni hálfleik skóp sigur gestanna og kláruðu þær leikinn nokkuð örugglega 55-68.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann með góðri vinnusemi og hörku varnarleik. Þrátt fyrir að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks þá gáfust þær aldrei upp. Með góðum varnarleik yfir allan leikinn er bara spurning um hvenær skotin fara svo loks að rata réttu leið. Það gerðist svo í öðrum leikhluta er skotin fóru loks að falla og þá var fátt sem myndi stoppa sigur gestanna.Bestu menn vallarins? Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á milli leikmanna Keflavíkur en það var Ariana Moorer sem að leiddi stigaskor gestanna með 25 stigum. Þar næst á eftir kom Birna Valgerður Benónýsdóttir sem var með 14 stig en einnig má minnast á Thelmu Dís Ágústsdóttir sem reyndist sínum liðsfélögum vel og var 8 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Sigrún Sjöfn stigahæst með 19 stig og reif heil 17 fráköst niður sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Tölfræðin sem vakti athygli? Sú tölfræði sem vakti hvað mest athygli voru tapaðir boltar hjá Skallagrím en þeir voru alls 29 samtals, sem er bara alltof mikið. Hvort það var vörn gestanna sem sló heimastúlkur út af laginu eða hvort það var einbeitingaleysi er erfitt að skera úr um. En það er alveg ljóst að það er erfitt að vinna körfubolta leik með 29 tapaða bolta á tölfræðinni. Annars var svo sem engin önnur tölfræði sem æpir eftir athygli. Skotnýting beggja liða hefði getað verið mun betri sem og boltameðhöndlun. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir bæði lið að halda boltanum innan liðsins. Það var einbeitingaleysi í sendingum oft á tímum og eitthvert sóknar stjórnleysi ríkti, þá sérstaklega í 3.leikhluta hjá báðum liðum. Það er alveg ljóst að þessi sigur var landaður á góðum varnarleik. Keflavík á hrós skilið fyrir leikinn í dag. Manuel: Leti og einbeitingarleysi hjá okkur í seinni hálfleikÞjálfari kvennaliðs Skallagríms, Manuel Angel Rodriguez, var ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum alveg svart og hvítt í þessum leik. Í fyrri hálfleikur spiluðum við eins og lið. Við spiluðum góða vörn og fundum lausnir í sóknarleiknum. En í seinni hálfleik slökuðum við bara á og vorum ekki eins áræðin og í fyrri hálfleik,” sagði Manuel þungur á brún við blaðamann Vísis eftir leik. Við vorum bara að vanmeta andstæðingana og auðvita þegar það gerist þá bjóðum við hættunni heim og töpum. Svo einfalt er það.” Það er alltaf erfitt að gerina það nákvæmlega hvað fer úrskeiðis í miðjum leik og hafði Manuel fá svör sjálfur. „Við stjórnuðum hraðanum á leiknum nokkuð vel í fyrri hálfleik og vorum vel einbeittar. En í seinni hálfleik, ég bara hreinlega veit ekki af hverju, en við fórum að spila verr og það var bara einhver leti í okkur og einbeitinga leysi. Við vorum ekki að spila af þeirri hörku sem ég ætlast til af mínum leikmönnum á þessu stigi.” Sverrir: Vörnin frábær í seinni hálfleikSverrir Þór Sverrisson þjálfara Keflavíkur var mjög glaður á að sjá eftir leikinn í Fjósinu í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær leikur hjá stelpunum og þær eiga mikið hrós skilið. Mér fannst fín barátta allan leikinn og vörnin í fyrri hálfleik var allt í lagi en hún var frábær í seinni hálfleik. Sóknin small algjörlega með því. Mér fannst svo loksins koma gott flæði í sóknarleikinn og virkilega gaman að sjá okkur spila flottan bolta hérna í seinni hálfleik,” sagði Sverrir Þór glaður. Keflavík átti erfitt upptöku í byrjun leiks en hvað var það sem gekk svona illa í upphafi. „Þetta var samskiptaleysi í vörninni. Voru að skipta á skrínum og oft tvær að hlaupa í sama manninn og ýmislegt svona sem er bara einbeitingaleysi. En þær löguðu þetta virkilega vel og frábær innkoma hjá öllum í liðinu.” Eins og nefnt áður þá leiða Keflavík deildina með 16 stig og mætti jafnvel segja að velgengin kemur á óvart. „Ég segi ekki að ég hafi lagt af stað í sumar og ætlað að vera á toppnum allt mótið. En við erum með okkar markmið og viljum vera í topp fjórum og komast í úrslita keppnina. Við förum í hvern einasta leik með því markmiði að vinna. Við teljum okkur vera með það sterkt lið að þegar við gerum okkar hluti í leikjunum þá getum við unnið hvern sem er en það er ansi stutt á milli,” sagði Sverrir sem sagði Keflavík ekki mega við að vanmeta önnur lið. „Þegar við vinnum ekki okkar vinnu inn á gólfinu þá getum við líka tapað fyrir öllum. Ef að hugarfarið hjá stelpunum verður gott þá eigum við eftir að halda áfram að gera góða hluti,” segir Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Stúlkurnar í Keflavík gerðu sér góða ferð í Borgarnes og unnu Skallagrím 55-68 í 11. Umferð Domino´s deildar í Fjósinu í dag. Sigurinn stækkar bilið á milli liðanna enn fremur og situr lið Keflavíkur á toppi deildarinnar með 16 stig á meðan Skallagrímsstúlkur sitja eftir með 12 stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur sóknarlega og voru skotin að rata rétta leið þrátt fyrir fína vörn stúlknanna úr Reykjanesbæ. Gestirnir voru áræðnir á körfuna og óhræddir við að keyra inn í teyginn sem og taka opin skot og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir að vera með stanslausa baráttu þó svo að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af en Skallagrímur virtist stjórna takti leiksins enda heldur þær í forystuna allan hálfleikinn. Staðan var 34-29 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik settu Keflavík nánast í lás og gerðu heimamönnum verulega erfitt fyrir sóknarlega. Varnarleikur gestanna sogaði nánast alla orku úr Skallagrímskonum sem voru að vinna yfirvinnu til að koma boltanum í körfuna. Hægt og rólega fór Keflavík að skríða fram úr. Með góðri vörn og betri sóknarleik fóru skotin loksins að falla hjá gestunum og ekkert virtist koma í veg fyrir sigur Keflvíkinga. Góð vörn Keflavíkur í seinni hálfleik skóp sigur gestanna og kláruðu þær leikinn nokkuð örugglega 55-68.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann með góðri vinnusemi og hörku varnarleik. Þrátt fyrir að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks þá gáfust þær aldrei upp. Með góðum varnarleik yfir allan leikinn er bara spurning um hvenær skotin fara svo loks að rata réttu leið. Það gerðist svo í öðrum leikhluta er skotin fóru loks að falla og þá var fátt sem myndi stoppa sigur gestanna.Bestu menn vallarins? Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á milli leikmanna Keflavíkur en það var Ariana Moorer sem að leiddi stigaskor gestanna með 25 stigum. Þar næst á eftir kom Birna Valgerður Benónýsdóttir sem var með 14 stig en einnig má minnast á Thelmu Dís Ágústsdóttir sem reyndist sínum liðsfélögum vel og var 8 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Sigrún Sjöfn stigahæst með 19 stig og reif heil 17 fráköst niður sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Tölfræðin sem vakti athygli? Sú tölfræði sem vakti hvað mest athygli voru tapaðir boltar hjá Skallagrím en þeir voru alls 29 samtals, sem er bara alltof mikið. Hvort það var vörn gestanna sem sló heimastúlkur út af laginu eða hvort það var einbeitingaleysi er erfitt að skera úr um. En það er alveg ljóst að það er erfitt að vinna körfubolta leik með 29 tapaða bolta á tölfræðinni. Annars var svo sem engin önnur tölfræði sem æpir eftir athygli. Skotnýting beggja liða hefði getað verið mun betri sem og boltameðhöndlun. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir bæði lið að halda boltanum innan liðsins. Það var einbeitingaleysi í sendingum oft á tímum og eitthvert sóknar stjórnleysi ríkti, þá sérstaklega í 3.leikhluta hjá báðum liðum. Það er alveg ljóst að þessi sigur var landaður á góðum varnarleik. Keflavík á hrós skilið fyrir leikinn í dag. Manuel: Leti og einbeitingarleysi hjá okkur í seinni hálfleikÞjálfari kvennaliðs Skallagríms, Manuel Angel Rodriguez, var ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum alveg svart og hvítt í þessum leik. Í fyrri hálfleikur spiluðum við eins og lið. Við spiluðum góða vörn og fundum lausnir í sóknarleiknum. En í seinni hálfleik slökuðum við bara á og vorum ekki eins áræðin og í fyrri hálfleik,” sagði Manuel þungur á brún við blaðamann Vísis eftir leik. Við vorum bara að vanmeta andstæðingana og auðvita þegar það gerist þá bjóðum við hættunni heim og töpum. Svo einfalt er það.” Það er alltaf erfitt að gerina það nákvæmlega hvað fer úrskeiðis í miðjum leik og hafði Manuel fá svör sjálfur. „Við stjórnuðum hraðanum á leiknum nokkuð vel í fyrri hálfleik og vorum vel einbeittar. En í seinni hálfleik, ég bara hreinlega veit ekki af hverju, en við fórum að spila verr og það var bara einhver leti í okkur og einbeitinga leysi. Við vorum ekki að spila af þeirri hörku sem ég ætlast til af mínum leikmönnum á þessu stigi.” Sverrir: Vörnin frábær í seinni hálfleikSverrir Þór Sverrisson þjálfara Keflavíkur var mjög glaður á að sjá eftir leikinn í Fjósinu í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær leikur hjá stelpunum og þær eiga mikið hrós skilið. Mér fannst fín barátta allan leikinn og vörnin í fyrri hálfleik var allt í lagi en hún var frábær í seinni hálfleik. Sóknin small algjörlega með því. Mér fannst svo loksins koma gott flæði í sóknarleikinn og virkilega gaman að sjá okkur spila flottan bolta hérna í seinni hálfleik,” sagði Sverrir Þór glaður. Keflavík átti erfitt upptöku í byrjun leiks en hvað var það sem gekk svona illa í upphafi. „Þetta var samskiptaleysi í vörninni. Voru að skipta á skrínum og oft tvær að hlaupa í sama manninn og ýmislegt svona sem er bara einbeitingaleysi. En þær löguðu þetta virkilega vel og frábær innkoma hjá öllum í liðinu.” Eins og nefnt áður þá leiða Keflavík deildina með 16 stig og mætti jafnvel segja að velgengin kemur á óvart. „Ég segi ekki að ég hafi lagt af stað í sumar og ætlað að vera á toppnum allt mótið. En við erum með okkar markmið og viljum vera í topp fjórum og komast í úrslita keppnina. Við förum í hvern einasta leik með því markmiði að vinna. Við teljum okkur vera með það sterkt lið að þegar við gerum okkar hluti í leikjunum þá getum við unnið hvern sem er en það er ansi stutt á milli,” sagði Sverrir sem sagði Keflavík ekki mega við að vanmeta önnur lið. „Þegar við vinnum ekki okkar vinnu inn á gólfinu þá getum við líka tapað fyrir öllum. Ef að hugarfarið hjá stelpunum verður gott þá eigum við eftir að halda áfram að gera góða hluti,” segir Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira