Vill eftirlit úr höndum ríkisins Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Andrés Magnússon neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés.
Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira