Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau, sem var látinn fara frá Njarðvík í gær, gæti verið á leið til Svendborg Rabbits í Danmörku. Karfan.is greinir frá.
Þjálfari Svendborg er Arnar Guðjónsson sem er einnig aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann tók við þjálfun Svendborg af landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen fyrir ári. Landsliðsmaðurinn Axel Kárason leikur með Svendborg.
Bonneau kom til Njarðvíkur undir lok árs 2014 og spilaði frábærlega seinni hluta tímabilsins 2014-15.
Hann sleit hásin sumarið 2015 og svo aftur vorið 2016, í fyrsta leik sínum eftir meiðslin. Bonenau lék sjö leiki með Njarðvík í vetur og skoraði 18,3 stig, tók 2,9 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingar að meðaltali í þeim.
Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sagði að tvær ástæður væru helst fyrir brotthvarfi Bonneau.
„Hæð liðsins okkar hefur verið að hjá okkur mikið í vetur. Svo ráðum við ekki við þær launakröfur sem hann setti fram,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær.
Svendborg er í 4. sæti dönsku deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Horsens.
Uppfært 19:50
Arnar Guðjónsson, þjálfari Svendborg, staðfesti í samtali við Karfan.is í kvöld að Bonneau hafi skrifað undir samning við félagið.
Bonneau orðinn Kanína
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn