Bein útsending: Þjóðin sameinast í söng klukkan 11:15 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Samsöngur í Laugarnesskóla. Vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira