Tveir erlendir ferðamenn sluppu án meiðsla þegar bíll þeirra valt skammt vestan við Fosshótel Vatnajökul við Lindarbakka á Höfn í Hornafirði á þriðja tímanum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn er töluverð hálka og eru vegfarendur því beðnir um að fara með gát.

