Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2016 11:00 Tom Brady gat leyft sér að brosa í kuldanum í New England í gær. Vísir/Getty New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20 Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
New England Patriots virðist enn eitt árið líklegt til afreka í NFL-deildinni en liðið vann í gær öruggan 16-3 sigur á ríkjandi meisturum, Denver Broncos, á útivelli í gær. Með sigrinum tryggði Patriots sér sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar í þrettánda sinn á undanförnum fjórtán árum. Ekkert lið getur státað sig af slíkum árangri í sögu deildarinnar. Lykillinn að velgengni liðsins er samstarf þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady sem gengu báðir til liðs við félagið fyrir sextán árum síðan. Eini titilinn sem Patriots hefur misst af síðan 2003 er frá tímabilinu 2008, er Brady sleit krossband í hné í fyrsta leik tímabilsins. Tvö önnur lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í umferðinni. Oakland Raiders komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002 með sigri á San Diego Chargers, 19-16, og Seattle Seahawks tryggði sitt sæti með öruggum sigri á LA Rams á fimmtudagskvöld, 24-3.Prescott og Elliott samir við sig Eitt annað lið, Dallas Cowboys, var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en það var fyrir umferðina um helgina. Dallas tapaði reyndar fyrir New York Giants í síðustu umferð, 10-7. Var það fyrsti tapleikur liðsins eftir ellefu sigra í röð, sem er félagsmet. Dallas komst aftur á sigurbraut í nótt með sigri á sjóðheitu liði Tampa Bay Buccaneers, 26-20, og þaggaði nýliðinn Dak Prescott endanlega í öllum gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í stöðu leikstjórnanda. Prescott kláraði 89 prósent af sendingunum sínum og hljóp sjálfur fyrir einu snertimarki. Annar nýliði, hlauparinn Ezekiel Elliott, átti einnig magnaðan leik en hann hljóp fyrir 159 jördum, sem er persónulegt met, og skoraði eitt snertimark. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í NFL-deildinni og mikil spenna ríkir um hvaða átta lið fylgja hinum fjórum í úrslitakeppnina. Kansas City og Detroit Lions standa framarlega í þeirri baráttu en máttu þó bæði sætta sig við svekkjandi töp um helgina. Hér má sjá hvernig staðan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni lítur út og hér má sjá hvernig staðan er í öllum riðlum. Hér má sjá myndband með tilþrifum helgarinnar, frá YouTube-síðu NFL.Úrslit helgarinnar: Seattle - LA Rams 24-3 NY Jets - Miami 13-34 Baltimore - Philadelphia 27-26 Buffalo - Cleveland 33-13 Chicago - Green Bay 27-30 Cincinnati - Pittsburgh 24-20 Houston - Jacksonville 21-20 Kansas City - Tennessee 17-19 Minnesota - Indianapolis 6-34 NY Giants - Detroit 17-6 Arizona - New Orleans 41-48 Atlanta - San Francisco 41-13 Denver - New England 3-16 San Diego - Oakland 16-19 Dallas - Tampa Bay 26-20
Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira