Segir flugvöll í Vatnsmýri „gegn hagsmunum landsbyggðarinnar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 13:55 Róbert Guðfinnsson kaupsýslumaður á Siglufirði segir flugvöllinn í Vatnsmýri standa gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. Staðsetning hans hefti vöxt ferðaþjónustu í byggðum landsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Róbert sagðist telja að hagsmunum landsbyggðarinnar væri betur borgið ef flugvöllurinn væri staðsettur í Hvassahrauni þannig að hægt væri að tengja innanlandsflug og alþjóðaflug saman þannig að ferðamenn ættu auðveldara með að ferðast til byggða úti á landi. Róbert er þeirrar skoðunar að fjármögnun nýs alþjóðaflugvallar ætti að fara fram með sölu á landi borgarinnar og ríkisins í Vatnsmýrinni. Vatnsmýrin ætti ekki að vera einkamál Reykjavíkurborgar. „Ég hef komið með þá hugmynd að landið verði selt og andvirði þess verði notað til að byggja upp nýjan alþjóðlegan flugvöll með innanlandstengingu í Hvassahrauni. Ég tel að það sé mun nærtækara en að reyna að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Róbert sagðist oft hafa heyrt þá umræðu að Ísland væri uppselt, að það væri mikill troðningur á ferðamannastöðum en benti á að það ætti einungis við um ákveðin svæði. „Ferðamenn eru dregnir hingað til Reykjavíkur og síðan sendir Gullna hringinn. Er það öll náttúra Íslands?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Róbert Guðfinnsson kaupsýslumaður á Siglufirði segir flugvöllinn í Vatnsmýri standa gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. Staðsetning hans hefti vöxt ferðaþjónustu í byggðum landsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Róbert sagðist telja að hagsmunum landsbyggðarinnar væri betur borgið ef flugvöllurinn væri staðsettur í Hvassahrauni þannig að hægt væri að tengja innanlandsflug og alþjóðaflug saman þannig að ferðamenn ættu auðveldara með að ferðast til byggða úti á landi. Róbert er þeirrar skoðunar að fjármögnun nýs alþjóðaflugvallar ætti að fara fram með sölu á landi borgarinnar og ríkisins í Vatnsmýrinni. Vatnsmýrin ætti ekki að vera einkamál Reykjavíkurborgar. „Ég hef komið með þá hugmynd að landið verði selt og andvirði þess verði notað til að byggja upp nýjan alþjóðlegan flugvöll með innanlandstengingu í Hvassahrauni. Ég tel að það sé mun nærtækara en að reyna að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Róbert sagðist oft hafa heyrt þá umræðu að Ísland væri uppselt, að það væri mikill troðningur á ferðamannastöðum en benti á að það ætti einungis við um ákveðin svæði. „Ferðamenn eru dregnir hingað til Reykjavíkur og síðan sendir Gullna hringinn. Er það öll náttúra Íslands?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira