Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 17:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08