Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þorgeir Helgason skrifa 17. desember 2016 07:00 Grunur vaknaði um að mansal væri stundað í Vík í Mýrdal. Saksóknari ákvað að ákæra ekki í málinu. Vísir/Heiða „Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
„Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira