Snjókoma bætist í langtímaspána fyrir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2016 10:41 Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Vísir/Örlygur Hnefill Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum.
Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira